Viðskipti erlent

Seðlabanki Sviss dælir peningum inn á markaðinn

Evrur.
Evrur.
Seðlabanki Sviss ákvað í dag að dæla peningum inn á fjármálamarkaði til að mæta mikilli eftirspurn eftir svissneskum frönkum næstu þrjá mánuði. Þetta gerir bönkum og fjármálafyrirtækjum kleift að slá á lausafjárþurrð með því að skipta út evrum fyrir franka, segir í tilkynningu frá bankanum. Gengi svissneska frankans hefur hækkað um tíu prósent gagnvart evru upp á síðkastið. Evran hefur á móti verið að gefa eftir vegna aðstæðna í efnahagslífi evrulandanna. Þá bætir Associated Press-fréttastofan því við að snarpur samdráttur á vaxtamunarviðskiptum, þar sem fjárfestar fái án á lágum vöxtum, svo sem í Sviss, til að kaupa gjaldeyri á mörkuðum þar sem vextir eru hærri, svo sem hér á landi, hafi ýtt frekar undir gengishækkun frankans.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×