Innlent

Erlendum ferðamönnum fjölgaði um jólin

Reiknað er með að um 3300 ferðamenn dvelji á hótelum og gistiheimilum um áramótin.
Reiknað er með að um 3300 ferðamenn dvelji á hótelum og gistiheimilum um áramótin. MYND/Matthías Ásgeirsson
Tuttugu prósent fleiri erlendir ferðamenn voru hér á landi um jólin nú en í fyrra samkvæmt tölum Samtaka ferðaþjónustunnar. Samtökin reikna þó með að heldur færri ferðamenn verði á landinu yfir áramótin en voru í fyrra. Um 3300 manns eiga bókaða gistingu á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík um áramótin. Í fyrra dvöldu 3600 ferðamenn á gististöðum yfir áramótin, en það var metár hvað varðar fjölda ferðamanna.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að auk þessa dvelji margir ferðamenn hér á milli jóla og nýárs. Ferðamennirnir koma víða að, en fjölmennastir eru Bretar, Norðurlandabúar, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn, Rússar og Japanir. Fjölbreytt afþreying verður í boði alla hátíðisdaga fyrir ferðamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×