Enski boltinn

Reading skoraði fjögur

Ívar Ingimarsson fagnar marki með Reading í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.
Ívar Ingimarsson fagnar marki með Reading í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Nordic Photos / Getty Images

Íslendingaliðið Reading kom sér upp í sjötta sæti ensku B-deildarinnar í dag með 4-2 sigri á Crystal Palace.

Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading og lék allan leikinn. James Harper kom Reading yfir en Kevin Doyle skoraði svo þrennu fyrir liðið og tryggði sínum mönnum sigur eftir að þeir lentu marki undir í upphafi fyrri hálfleiks.

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður í leik Burnley og Plymouth á 74. mínútu en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem Chris Eagles, félagi Jóhannesar Karls, fékk rauða spjaldið undir lok leiksins.

Burnley er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðarnar í deildinni og með markatöluna 1-7. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar en Derby er á botninum með eitt stig.

Wolves, Preston og Birmingham eru jöfn í efstu þremur sætunum með tíu stig en Wolves er með níu mörk í plús eftir 5-1 sigur á Notthingham Forest í dag.

Úrslit dagsins:

Southampton - Blackpool 0-1

Barnsley - Derby 2-0

Bristol City - QPR 1-1

Burnley - Plymouth 0-0

Doncaster - Coventry 1-0

Norwich - Birmingham 1-1

Preston - Charlton 2-1

Reading - Crystal Palace 4-2

Sheffield United - Cardiff 0-0

Swansea - Sheffield Wednesday 1-1

Wolves - Nottingham Forest 5-1

Leikur Watford og Ipswich hefst klukkan 16.20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×