Ólöf á þremur yfir pari á Spáni

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lék fyrsta hringinn á opna spænska meistaramótinu í golfi á 75 höggum í dag eða þremur yfir pari. Ólöf er hér að taka þátt í sínu fyrsta móti í nokkurn tíma, en mótið er liður í Evrópumótaröðinni.