Innlent

Barnaskákmót í Ráðhúsinu í dag

Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir barnaskákmóti í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 24. febrúar kl. 14. Mótið er opið öllum börnum, yngri en 15 ára, og er þátttaka ókeypis.

Tefldar verða 5 umferðir og eru mörg verðlaun í boði, m.a. frá Bónus, Henson, Forlaginu, o.fl. Sigurvegarinn fær verðlaunabikar frá Árna Höskuldssyni gullsmið og verðlaunapeningar eru fyrir efstu sætin.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands setur skákmótið. Júlíus Vífill Ingvarsson formaður menntaráðs leikur fyrsta leikinn.

Allir eru velkomnir. Skráning í Ráðhúsinu frá klukkan 13 á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×