Innlent

„Sjálfstæðismenn eru búnir að gera í buxurnar“

Sverrir Hermannson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Frjálslynda flokksins sagðist ekki skilja þá þróun sem orðið hefur í borgarmálunum í dag. „Ég veit ekkert nema það sem kemur í fjölmiðlum og ég átta mig ekki á hvað sjálfstæðismenn eru að hugsa, þeir eru líklegast orðnir eitthvað ruglaðir í kollinum. Þeir eru búnir að gera svoleiðis í buxurnar upp á síðkastið."

Hann segir fréttirnar koma sér mjög á óvart. „Þetta er með því lygilegasta sem ég hef heyrt lengi. Það var Ólafur F. Magnússon sem myndaði þennan fráfarandi meirihluta og svo gerist þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×