Innlent

Borgarbúar að sigla inn í pólítískan ólgusjó?

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

„Þetta er óvænt," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna í Reykjavík aðspurður um fréttir dagsins af nýjum meirihluta í borginni. „í fyrsta lagi er mönnum ekki fulljóst á hvaða forsendum Ólafur F. Magnússon slítur meirihlutanum. Eftir því sem ég fregna hefur ekki komið fram af hans hálfu skýr málefnalegur ágreiningur í samstarfinu. Í öðru lagi spyrja menn um framhaldið því varamaður Ólafs er hlyntur núverandi stjórnarmynstri, að minnsta kosti eftir því sem ég best veit," segir Ögmundur.

Hann bætir því við að svo geti verið að Reykvíkingar séu að sigla inn í pólitískan ólgusjó á næstunni með tíðum stjórnarskiftum.„Framtíðin er eitt risastórt spurningarmerki og það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi mál þróast á næstunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×