Innlent

Stunginn með hnífi á Gauki á Stöng

Gaukur á Stöng.
Gaukur á Stöng.

Karlmaður um tvítugt var stunginn í bakið á veitingastaðnum Gauki á Stöng í borginni á sjötta tímanum í nótt. Hann var færður á sjúkrahús en ekki er talið að hann sé alvarlega slasaður. Rúmlega tvítugur karlmaður er í haldi lögreglu, grunaður um árásina. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt sökum ölvunar og voru fangageymslur fullar. Þá var mikil ölvun í miðbæ Reykjanesbæjar í gærkvöldi og nótt og í nógu að snúast hjá lögreglunni. Nokkuð var um slagsmál og fengu nokkrir að gista fangaklefa sökum óláta og ölvunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×