Dýrafangarar koma líklega ekki fyrr en á miðvikudag - mynd af dýrinu 16. júní 2008 17:00 Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Guðmundssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, verður reynt að bjarga hvítabirninum sem nú hefst við í Skagafirði. Verið er að setja saman áætlun um hvernig eigi að þyrma lífi bjarnarins. Samkvæmt hugmyndum Umhverfisstofnunar á að leita aðstoðar dýragarðsins í Kaupmannahöfn við að fanga björninn og koma tveir menn þaðan með búnað til þess. Hjalti segir að reynt verði að flýta komu þeirra og það verði vonandi ekki síðar en á miðvikudag. Magnús Jóhannessson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði í samtali við fréttastofu að hugmyndir væru uppi um að flytja ábúendur á Hrauni og nærliggjandi bæjum í burtu á meðan á þessu stæði. Egill Þorri Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, segir að engin áætlun sé til um hvernig bregðast eigi við aðstæðunum. Hægt er að koma deyfilyfi í gegnum æti til bjarnarins en slíkt væri samt sem áður ekkert annað en tilraunastarfsemi þar sem aðgerð af þessu tagi hefur aldrei verið framkvæmd hérlendis. Egill er staddur í Reykjavík þar sem hann er nýkominn frá útlöndum en vonar innilega að hægt verði að bjarga dýrinu. Hann bætir við að lögreglan hafi brugðist mun betur við í dag en hún gerði þegar fyrri hvítabjörninn gerði vart við sig. Tengdar fréttir Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16 Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45 Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14 Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13 Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26 Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54 Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Guðmundssyni, sviðsstjóra hjá Umhverfisstofnun, verður reynt að bjarga hvítabirninum sem nú hefst við í Skagafirði. Verið er að setja saman áætlun um hvernig eigi að þyrma lífi bjarnarins. Samkvæmt hugmyndum Umhverfisstofnunar á að leita aðstoðar dýragarðsins í Kaupmannahöfn við að fanga björninn og koma tveir menn þaðan með búnað til þess. Hjalti segir að reynt verði að flýta komu þeirra og það verði vonandi ekki síðar en á miðvikudag. Magnús Jóhannessson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu, sagði í samtali við fréttastofu að hugmyndir væru uppi um að flytja ábúendur á Hrauni og nærliggjandi bæjum í burtu á meðan á þessu stæði. Egill Þorri Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi, segir að engin áætlun sé til um hvernig bregðast eigi við aðstæðunum. Hægt er að koma deyfilyfi í gegnum æti til bjarnarins en slíkt væri samt sem áður ekkert annað en tilraunastarfsemi þar sem aðgerð af þessu tagi hefur aldrei verið framkvæmd hérlendis. Egill er staddur í Reykjavík þar sem hann er nýkominn frá útlöndum en vonar innilega að hægt verði að bjarga dýrinu. Hann bætir við að lögreglan hafi brugðist mun betur við í dag en hún gerði þegar fyrri hvítabjörninn gerði vart við sig.
Tengdar fréttir Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16 Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45 Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14 Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13 Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26 Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54 Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Skyttur komnar á vettvang á Hrauni Skyttur eru mættar að Hrauni á Skaga í Skagafirði þar sem ísbjörn hefur hreiðrað um sig í æðarvarpinu. Eftir því sem heimamenn segja eru þar á ferðinni sömu menn og felldu ísbjörninn á Þverárfjalli milli Blönduóss og Sauðárkróki. 16. júní 2008 16:16
Ísbjörninn í miðju æðarvarpinu Ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá í Skagafirði er rólegur að sögn sjónarvotta og situr eins og er í æðarvarpinu við Hraun. 16. júní 2008 14:45
Beðið eftir fyrirmælum frá yfirvöldum umhverfismála Lögreglan á Sauðarárkróki bíður nú fyrirmæla frá yfirvöldum umhverfismála um það hvað gera skuli við björninn sem uppgötvaðist við bæinn Hraun á Skaga um hádegisbil. 16. júní 2008 15:14
Verið að athuga hvort raunhæft er að svæfa ísbjörninn ,,Nú eru aðstæður allt aðrar og allir í öruggu skjóli," segir Þorsteinn Sæmundsson, forsöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, þegar Vísir náði tali af honum rétt í þessu og spurði um næstu skref varðandi ísbjörninn á Skagatá. 16. júní 2008 15:13
Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá. 16. júní 2008 14:26
Annar ísbjörn á Skaga - hélt að ísbjörninn væri áburðarpoki Annar ísbjörn hefur gengið á land, í þetta sinn við Hraun á Skagatá. Lögregla hefur lokað svæðinu en ekki er vitað hvað hún mun til bragðs taka. 16. júní 2008 13:54
Flókið að fanga ísbjörninn Sigurður Jónsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að stofnunin sé að afla sér upplýsinga um ísbjörninn sem gekk á land á Skagatá. Umhverfsstofnun vinnur með yfirvöldum fyrir norðan að málinu. 16. júní 2008 14:53