Leikur Don Juan í þekktasta leikhúsi Bretlands 27. september 2008 09:00 Gísli Örn Garðarsson leikur um þessar mundir í næstu stórmynd Jerry Bruckheimer en hefur auk þess tekið að sér hlutverk Don Juan í hinu virta breska leikhúsi Royal Shakespeare Company. Fréttablaðið/Hörður „Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar." Leikstjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverkum sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leikhússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmargir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laurence Olivier, Judi Dench og Peter O'Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíðinni frumsýnir Vesturport Hamskiptin á Írlandi. Á næstu mánuðum verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýningin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitthvað upp á. En maður vonar það besta." Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar." Leikstjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverkum sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leikhússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmargir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laurence Olivier, Judi Dench og Peter O'Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíðinni frumsýnir Vesturport Hamskiptin á Írlandi. Á næstu mánuðum verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýningin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitthvað upp á. En maður vonar það besta."
Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira