Þýska stórveldið Bayern Munchen fékk óvæntan stórskell á heimavelli sínum í dag þegar það lá 5-2 fyrir Werder Bremen.
Gestirnir náðu 5-0 forystu eftir ríflega klukktíma leik áður en fyrrum Bremen-maðurinn Tim Borowski lagaði stöðuna fyrir Bayern með tveimur mörkum í lokin.
Þetta var fyrsta tap Bayern í deildinni á leiktíðinni og þriðja stærsta tap Bayern á heimavelli í sögu félagsins, en liðið hefur ekki fengið svona slæman skell heima í áratugi.
Schalke skellti sér í toppsæti deildarinnar með 1-0 sigri á Frankfurt en lærisveinar Martin Jol í Hamburg geta náð toppsætinu á ný með sigri á Wolfsburg á morgun.