Viðskipti innlent

Straumur tók stökkið í byrjun dags

William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans.
William Fall, forstjóri Straums, ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni, stjórnarformanni bankans. Mynd/Anton

Gengi bréfa í Straumi Burðarási tók stökkið við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og hækkaði um 6,37 prósent. Stökkið dugði ekki lengi því gengi bréfanna lækkaði um rúm 0,8 prósent þegar stundarfjórðungur var liðinn af deginum. Á eftir fylgdi gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 4,26 prósent eftir nokkra lækkun í næstu viu. Þá hækkaði gengi SPRON sömuleiðis, eða um 0,46 prósent.

Á sama tíma lækkaði gengi Kaupþings um 1,3 prósent, Existu um 0,93 prósent og Bakkavarar um 0,6 prósent.

Úrvalsvísitalan stendur nánast óbreytt frá því á föstudag en hún lækkaði um 0,55 prósent. Vísitalan stendur í 4.643 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×