Erlent

Mæta eigin söluvöru yfir Pakistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríkjaher stendur nú frammi fyrir þeirri vandræðalegu stöðu að þurfa hugsanlega að bragða á eigin meðulum í háloftunum yfir Pakistan, nefnilega sínum eigin F-16-orrustuþotum sem þeir hafa verið iðnir við að selja þessum fyrrum vinum sínum um árabil.

Um helgina flugu til dæmis slíkar vélar til móts við fjarstýrðar njósnavélar Bandaríkjamanna sem komu inn í pakistanska lofthelgi.

Í neðri deild Bandaríkjaþings er nú rætt um hvort ekki sé rétt að skrúfa fyrir vopnasöluna, að minnsta kosti á meðan andrúmsloftið er svo lævi blandið. Þingnefnd hefur verið sett saman undir forystu Gary Ackerman sem löngum hefur gagnrýnt vopnasöluna í austur og meðal annars rökstutt með því að það skjóti skökku við að dæla háþróuðum orrustuþotum í Pakistana til að gera þeim kleift að berja á al-Kaída- og talíbanasveitum sem allar halda til innan landamæra Pakistans auk þess sem sá tilgangur sé einungis yfirskin því þessum leikföngum sé nú í æ ríkari mæli beitt sem grýlum gegn grönnunum Indlandsmegin eftir því sem hitnar í kolunum á þeim vígstöðvum.

Times of India greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×