Einar Áskell stígur fram 29. ágúst 2008 06:00 Einar Áskell birtist í Þjóðleikhúsinu á laugardaginn. Það eru rétt tuttugu ár síðan Einar Áskell birtist fyrst á íslensku leiksviði og naut þegar mikillar hylli yngstu kynslóðarinnar sem hafði alist upp með þessum sænska velferðardreng. Nú birtist hann enn á sviðinu og að þessu sinni í útgáfu brúðumeistarans Bernd Ogrodnik. Á laugardag frumsýnir Þjóðleikhúsið, í samvinnu við Fígúru - leikhús Bernds Ogrodniks, brúðuleiksýninguna Klókur ertu, Einar Áskell. Gestaleikur þessi er verk brúðugerðarmannsins Bernds Ogrodniks sem byggir á sögum Gunillu Bergström um þennan uppátækjasama snáða. Sýnt verður í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins á Lindargötu 7, og hefst sýningin kl. 15. Einar Áskell hefur verið aufúsugestur á íslenskum heimilum hátt í fjóra áratugi. Bækurnar um hann hafa komið út reglulega og sumar í fleiri en einni prentun. Þær yngstu af hálfu Gunillu taka á brýnum umhugsunar- og þroskaefnum barna, síðast skelfilegri fortíð nýbúa. Ogrodnik sækir í sögu af Einari þar sem hann fær að leika við föður sinn og kemst í verkfærakassann hans. Brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik hefur sett upp sýningar víða um heim en auk þess að semja og sýna brúðusýningar þá býr hann til brúður, gerir leikmynd og semur og flytur tónlist. Bernd hefur gert brúður af ýmsu tagi, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir. Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hann meðal annars sett upp sýningarnar Pétur og úlfinn og Umbreytingu - ljóð á hreyfingu. Rithöfundurinn Gunilla Bergström hafði samband við Bernd og hafði áhuga á að vinna með honum að skemmtilegu verkefni tengdu Einari Áskeli. Afraksturinn er sýningin Klókur ertu, Einar Áskell en sýningin er byggð á bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell. Bernd hannar og stýrir brúðum í sýningunni auk þess að gera leikmynd hennar, leikstjóri er Kristján Ingimarsson en búninga hannar Helga Björt Möller. Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það eru rétt tuttugu ár síðan Einar Áskell birtist fyrst á íslensku leiksviði og naut þegar mikillar hylli yngstu kynslóðarinnar sem hafði alist upp með þessum sænska velferðardreng. Nú birtist hann enn á sviðinu og að þessu sinni í útgáfu brúðumeistarans Bernd Ogrodnik. Á laugardag frumsýnir Þjóðleikhúsið, í samvinnu við Fígúru - leikhús Bernds Ogrodniks, brúðuleiksýninguna Klókur ertu, Einar Áskell. Gestaleikur þessi er verk brúðugerðarmannsins Bernds Ogrodniks sem byggir á sögum Gunillu Bergström um þennan uppátækjasama snáða. Sýnt verður í Kúlunni, barnasviði Þjóðleikhússins á Lindargötu 7, og hefst sýningin kl. 15. Einar Áskell hefur verið aufúsugestur á íslenskum heimilum hátt í fjóra áratugi. Bækurnar um hann hafa komið út reglulega og sumar í fleiri en einni prentun. Þær yngstu af hálfu Gunillu taka á brýnum umhugsunar- og þroskaefnum barna, síðast skelfilegri fortíð nýbúa. Ogrodnik sækir í sögu af Einari þar sem hann fær að leika við föður sinn og kemst í verkfærakassann hans. Brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik hefur sett upp sýningar víða um heim en auk þess að semja og sýna brúðusýningar þá býr hann til brúður, gerir leikmynd og semur og flytur tónlist. Bernd hefur gert brúður af ýmsu tagi, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir. Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hann meðal annars sett upp sýningarnar Pétur og úlfinn og Umbreytingu - ljóð á hreyfingu. Rithöfundurinn Gunilla Bergström hafði samband við Bernd og hafði áhuga á að vinna með honum að skemmtilegu verkefni tengdu Einari Áskeli. Afraksturinn er sýningin Klókur ertu, Einar Áskell en sýningin er byggð á bókunum Svei-attan, Einar Áskell og Góða nótt, Einar Áskell. Bernd hannar og stýrir brúðum í sýningunni auk þess að gera leikmynd hennar, leikstjóri er Kristján Ingimarsson en búninga hannar Helga Björt Möller.
Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp