Lífið

Jessica Alba giftist unnustanum

Leikkonan Jessica Alba giftist unnusta sínum, Cash Warren, í leynilegri athöfn í gær. Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Fantastic Four árið 2004 og á von á sínu fyrsta barni í sumar.

Leikkonan hafði sínar ástæður fyrir að vilja lágstemmda athöfn. „Ég á líklega eftir að gifta mig hjá sýslumanni, halda stóra veislu fyrir fjölskylduna og láta það duga. Allir sem ég þekki hata brúðkaup," sagði Jessica í viðtali fyrr á árinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.