Viðskipti innlent

FL Group tekið úr Úrvalsvísitölunni á morgun

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group.

Hlutabréf FL Group verða tekin úr Úrvalsvísitölunni á morgun. Ástæðan er ófullnægjandi seljanleiki þeirra.

Í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að ákvörðunin sé í samræmi við reglu 4.9 í reglum um samsetningu og viðhald Úrvalsvísitölunnar.

Gengi hlutabréfa í FL Group hefur hækkað um 1,23 prósent í dag og stendur gengi þeirra í 6,60 krónum á hlut.

Á aðalfundi FL Group fyrr í mánuðinum samþykkti meirihluti hluthafa félagsins afskráningu þessu úr Kauphöllinni. Þá var sömuleiðis samþykkt tillaga um að stjórn félagsins verði falið að kaupa hluti þeirra hluthafa í félaginu er þess óska fyrir 21. maí á genginu 6,68 krónur á hlut. Greitt var fyrir hlutina með hlutum í Glitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×