Segir Róbert Wessmann hafa skoðað skurðstofur 21. nóvember 2008 11:47 MYND/Vilhelm Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Helga Sigrún spurði Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um það á þingi í morgun hvað einn af þekktustu auðmönnum landsins hefði verið að gera á heilbrigðisstofnuninni en nefndi ekki nafn mannsins. Ráðherra sagði að hann gæti ekki svarað til um einstakar heimsóknir. Þegar Vísir hafði samband við Helgu eftir umræðuna sagði hún umræddan auðmann vera Róbert Wessmann. Hún hefði þær upplýsingar að fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu hefðu nýverið komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til úttektar í tvo daga. „Á þriðja degi mætir Róbert Wessmann með þeim að skoða allt hátt og lágt og þar á meðal skurðstofurnar," segir Helga og bendir á að þegar hafi komið fram þau tilmæli að loka skurðstofunum. Helga segir athyglisvert að í svari sínu hafi heilbrigðisráðherra minnst á þá hugmynd að flytja inn sjúklinga. „Á að taka þjónustu frá fólkinu suður frá, fæðingarþjónustu sem talin hefur verið ein sú besta á landinu, til þess að færa það í hendurnar á einhverjum sem enn eiga einhverja peninga," spyr Helga og segist ekki sjá betur en þetta sé hluti af einkavæðingarstefnu heilbrigðisráðherra. Helga bendir enn fremur á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi haft mun minna fé en sambærilegar stofnanir, til að mynda sjúkrahúsin á Akranesi og Selfossi. Heilbrigðsstofnunin hafi haft 56 prósent af fé Sjúkrahússins á Akranesi og 78 prósent af fé Heilbrigðsstofnunar Suðurlands. „Ofan á þetta eiga menn að skera niður um tíu prósent og loka skurðstofum," segir Helga.Vísir reyndi að ná tali af Róberti fyrir hádegi en hafði ekki erindi sem erfiði en skildi eftir skilaboð til hans. Þá náðist heldur ekki í aðstoðarmanna heilbrigðisráðherra. Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Róbert Wessmann, stjórnarformaður Salt Investments, var á ferðinni á dögunum með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins að skoða Heilbrigðsstofnun Suðurnesja og sýndi skurðstofum sem til stendur að loka mikinn áhuga. Þetta fullyrðir Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Helga Sigrún spurði Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra um það á þingi í morgun hvað einn af þekktustu auðmönnum landsins hefði verið að gera á heilbrigðisstofnuninni en nefndi ekki nafn mannsins. Ráðherra sagði að hann gæti ekki svarað til um einstakar heimsóknir. Þegar Vísir hafði samband við Helgu eftir umræðuna sagði hún umræddan auðmann vera Róbert Wessmann. Hún hefði þær upplýsingar að fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu hefðu nýverið komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til úttektar í tvo daga. „Á þriðja degi mætir Róbert Wessmann með þeim að skoða allt hátt og lágt og þar á meðal skurðstofurnar," segir Helga og bendir á að þegar hafi komið fram þau tilmæli að loka skurðstofunum. Helga segir athyglisvert að í svari sínu hafi heilbrigðisráðherra minnst á þá hugmynd að flytja inn sjúklinga. „Á að taka þjónustu frá fólkinu suður frá, fæðingarþjónustu sem talin hefur verið ein sú besta á landinu, til þess að færa það í hendurnar á einhverjum sem enn eiga einhverja peninga," spyr Helga og segist ekki sjá betur en þetta sé hluti af einkavæðingarstefnu heilbrigðisráðherra. Helga bendir enn fremur á að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi haft mun minna fé en sambærilegar stofnanir, til að mynda sjúkrahúsin á Akranesi og Selfossi. Heilbrigðsstofnunin hafi haft 56 prósent af fé Sjúkrahússins á Akranesi og 78 prósent af fé Heilbrigðsstofnunar Suðurlands. „Ofan á þetta eiga menn að skera niður um tíu prósent og loka skurðstofum," segir Helga.Vísir reyndi að ná tali af Róberti fyrir hádegi en hafði ekki erindi sem erfiði en skildi eftir skilaboð til hans. Þá náðist heldur ekki í aðstoðarmanna heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira