Menning

Ástardrykknum frestað

Stefán Baldursson óperustjóri sker niður.
Stefán Baldursson óperustjóri sker niður.

Íslenska óperan hefur frestað sviðsetningu á Ástardrykknum eftir Donisetti sem til stóð að frumsýna í febrúar.

„Við verðum að skera niður eins og allir aðrir og frestum frumsýningu, mögulega fram á haust. Við höfum gengið frá málinu við alla og horfur eru á að þeir verði lausir í sviðsetninguna síðar á árinu," segir Stefán Baldursson óperustjóri. „Við erum með fast framlag frá ríkinu og allur kostnaður er að hækka. Við höfum þegar samið við starfsfólk um lægra starfshlutfall næstu mánuði. Frá okkur hafa farið sterkir styrktaraðilar sem voru í burðarliðnum sem bætir ekki stöðuna."

Önnur verkefni verða á dagskrá: tvö kvöld helguð Schubert eru fram undan, Malarastúlkan fagra og Vetrarferðin, í báðum tilvikum meira en venjulegir tónleikar. Og svo er Janis 27 sýnd fyrir fullu húsi einu sinni í viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×