Harrington vann sitt annað risamót í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. ágúst 2008 08:04 Nick Faldo óskar hér Harrington til hamingju með sigurinn. Nordic Photos / Getty Images Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig." Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Írinn Padraig Harrington gerði sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum á PGA-meistaramótinu í golfi um helgina. Hann vann síðast opna breska meistaramótið og bætti nú PGA-meistaratitlinum í safnið. Hann er fyrsti Evrópumaðurinn sem vinnur þetta mót síðan 1930. Harrington átti í hörkubaráttu við þá Sergio Garcia og Ben Curtis en að lokum hafði Írinn betur. Hann kláraði á 66 höggum og samtals þremur undir pari eftir hringina fjóra. Garcia lék á 68 höggum og Curtis á 71 en þeir voru báðir á einu höggi undir pari. Næstir komu Camilo Villegas frá Kólumbíu og Henrik Stenson frá Svíþjóð á einu höggi yfir pari. Aðeins þrír kylfingar höfðu unnið tvö síðustu risamótin á sama árinu - Tiger Woods, Nick Price og Walter Hagen. Harrington tilheyrir því nú þeim úrvalshópi. „Þetta er öðruvísi," sagði Harrington. „Á opna breska leið mér mjög vel með mína spilamennsku. Í þessari viku hef ég ekki verið jafn öruggur með sjálfan mig."
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira