Viðskipti innlent

Exista hækkar um 100 prósent

Bakkabræður skoða tölur Existu.
Bakkabræður skoða tölur Existu. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu rauk úr fimm aurum í tíu í tveimur viðskiptum upp á 50 þúsund krónur í fyrstu viðskiptunum í Kauphöllinni í dag. Það jafngildir 100 prósenta hækkun. Þá hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum um 8,78 prósent, Straums um 1,75 prósent og Bakkavarar um 0,56 prósent.

Fjármálaeftirlitið stöðvaði viðskipti með hlutabréf Existu í tengslum við bankahrunið í byrjun október en félagið var stærsti hluthafi Kaupþings þegar ríkið við stjórn hans. Viðskiptin hófust svo aftur með bréfin á þriðjudag. Þá féll gengi þeirra ú 4,62 krónum á hlut í 10 aura. Það fór svo í fimm aura á hlut í gær. Haft hefur verið eftir Lýð Guðmundssyni, stjórnarformanni Existu, að framtíð félagsins sé óljós eftir bankahrunið.

Exista verður tekið af markaði eftir lokun Kauphallarinnar 22. desember.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Bakkavör um 2,05 prósent, Færeyjabanka um 0,81 prósent og Össurar um 0,5 prósent.

Viðskiptin eru fjórtán á bak við hreyfingar í Kauphöllinni fyrsta stundarfjórðunginn upp á um 45 milljónir króna.

Stökk Existu hafði þrátt fyrir allt ekki mikil áhrif á Úrvalsvísitöluna. Hún hækkaði um 0,26 prósent og situr nú í 390 stigum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×