Innlent

Óboðnir baðgestir á Selfossi

Sundlaugin á Selfossi laðar að sér gesti á öllum tímum sólarhringsins.
Sundlaugin á Selfossi laðar að sér gesti á öllum tímum sólarhringsins.

Lögreglan á Selfossi stöðvaði tvo fyrir ölvunarakstur í bænum í nótt en að öðru leyti var nóttin róleg. Þó barst tilkynning um að fjórir einstaklingar hafi ákveðið að bregða sér í sundlaugina á Selfossi um hálffjögur í nótt.

Þegar lögregla kom á vettvang voru hinir óboðnu baðgestir á bak og burt og hafa sennilega forðað sér blautir á hlaupum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×