Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig er í gildi á hluta Vesturlands vegna bikblæðinga og hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“ Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira