Viðskipti innlent

Krónan styrkist um tæp þrjú prósent

Krónan hefur styrkt um rúm 2,6 prósent það sem af er dags. Dagurinn byrjaði á veikingu við opnun gjaldeyrisviðskipta klukkan 9:15 í morgun en hefur bætt í seglin jafnt og þétt eftir því sem á hefur liðið.

Krónan styrktist verulega í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans á þriðjudag í síðustu viku en veiktist hastarlega í vikulokin og fór gengisvísitalan á föstudag í rúm 158 stig, rúmu stigi yfir hæsta gildi í vikunni á undan þegar tilefni þótti til aðgerða af hálfu Seðlabankans. 

Evra stendur nú í 119,7 krónum en fór í rúmar 123 krónur á föstudag. Þá kostar einn bandaríkjadalur 75,7 krónur og breskt pund 150,5 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×