Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk 11. júní 2008 11:02 Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. Veiðifélagar hans fá milljónir í styrk. Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum." Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið úthlutaði tveimur mönnum sem eiga sumarbústað í Hveravík en búa á höfuðborgarsvæðinu átta milljónir króna í styrk til að leita að heitu vatni. Íbúar Kaldrananeshrepps, sem hlaut fjórar milljónir í styrk, eru furðu lostnir. „Þetta þykir mjög undarlegt og kom flatt upp á heimamenn," segir Magnús Ragnarsson sagnfræðingur og stjórnarformaður Strandagaldra. Vísir ræddi við fleiri heimamenn sem segja sömu sögu. „Þeir virðast réttu megin í pólitíkinni," segir Guðbrandur Loftsson, fyrrverandi ábúandi í Hveravík sem seldi Magnúsi og Gunnari jörðina. Hann segist hafa vitað af heita vatninu fyrir löngu en ekki haft peninga í framkvæmdir. „Æðin var rétt við húsgaflinn," segir hann. Styrkurinn er hluti af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna niðurskerðingar þorskkvótans. Mennirnir heita Magnús H. Magnússon, rafvirki, og Gunnar Jóhannsson, hrefnuveiðimaður og í stjórn Félags íslenskra hrefnuveiðimanna. Þeir keyptu jörðina Hveravík en búa fyrir sunnan. Magnús og Gunnar eru einnig þekktir veiðifélagar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Gunnar er tilvonandi tengdafaðir Björns Friðriks Brynjólfssonar, aðstoðarmanns Einars. „Við erum búnir að þekkja Einar í fjöldamörg ár sem og aðra Íslendinga," segir Gunnar, sem var á miðunum þegar Vísir náði í hann. Hann sagði þá félaga, hann og Magnús, hafa sótt um styrkinn á jafnréttisgrundvelli og meint tengsl við sjávarútvegsráðherra skipti þar engu máli. „Við sóttum um til iðnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðherra hefur aldrei verið í veiði með okkur," sagði Gunnar í léttum dúr. Mörður Árnason, varaþingmaður og formaður Orkuráðs, segir ekkert í reglunum sem bannaði einstaklingum að sækja um styrk. „Hólmavík hefur orðið fyrir aflaskerðingu og hitaveita á svæðinu mun gagnast öllum hreppnum," segir Mörður.Í sama streng tók Jenný Jensdóttir, oddviti í Kaldrananeshreppi. „Ég óska þeim bara til hamingju. Við erum ánægð með það sem við fengum."
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira