Menning

Enn má skrá sig í ljóðaslamm

Slammað á bókasafni Keppnin gengur út á lifandi flutning frumsamins ljóðs, en notast má við leikræna tilburði, tónlist, dans og fleira.
Slammað á bókasafni Keppnin gengur út á lifandi flutning frumsamins ljóðs, en notast má við leikræna tilburði, tónlist, dans og fleira.
Ljóðaslamm Borgarbókasafns Reykjavíkur fer fram í annað sinn á safnanótt í febrúar en frestur til að skrá sig rennur út 15. desember. Þemað að þessu sinni er hrollur.

Ljóðaslamm er túlkað frjálslega í þessari keppni og í raun er eina krafan sú að flutningur frumsamins ljóðs sé lifandi og má notast við leikræna tilburði, tónlist, myndlist, dans eða hvaðeina sem fólki dettur í hug. Tíu atriði voru flutt í keppninni í fyrra, en Halldóra Ársælsdóttir bar sigur úr býtum fyrir ljóðið „Verðbréfadrengurinn", sem þekkt er orðið.

Í dómnefnd eru Bóas Hallgrímsson tónlistarmaður, Bragi Ólafsson skáld, Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Skráning fer fram í útibúum Borgarbókasafns Reykjavíkur og á www.borgarbokasafn.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×