Viðskipti innlent

Vissi ekki af vanda Icesave í mars

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og yfirmaður bankamála hér á landi segist ekki hafa vitað um vanda Icesave í mars á þessu ári líkt og Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings hélt fram í Markaðnum í morgun. Björgvin segist fyrst hafa vitað af málinu í blálokin á ágúst.

„Fjármálaeftirlit landanna hafa greinilega verið í samskiptum og þau verða að útskýra það. Okkur voru engar slíkar upplýsingar kynntar fyrr en í lok ágúst," sagði Björgvin í samtali við Fréttastofu Útvarps í kvöld.

Sigurður fullyrti að Björgvin hefði vitað af vandanum í mars en ekkert hefði verið gert. Björgvin segir það ekki rétt því hann hefði frétta af þessu í blálokin á mars og í kjölfarið óskað eftir fundi með Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands.

„Ég óskaði eftir fundinum til þess að semja um lækkun á kröfugerð gagnvart Landsbankanum svo þeir gætu flutt reikninga sína í dótturfélag í Bretlandi."




Tengdar fréttir

Icesave viðvörunarbjöllur byrjuðu að hringja í mars

Viðvörunarbjöllur varðandi Icesave í Bretlandi fóru að hringja í marsmánuði ef marka má orð Sigurðar Einarssonar fyrrum stjórnarformanns Kaupþings í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Hann segir vanta svör við ýmsu tengdu Icesave sem hann segir að hafi komið niður á Kaupþingi í Bretlandi.

Landsbankinn segist hafa átt fyrir Icesave innistæðum

Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segja eignir bankans hafa verið vel umfram innistæður á svokölluðum Icesave reikningum í Bretlandi. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings sagði í Markaðnum á Stöð 2 í morgun að eignir Landsbankans hefðu ekki dugað fyrir innistæðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×