Viðskipti innlent

Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag

MYND/Anton

Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. Stoðir eru kjölfestufjárfestir í Glitni með 30 prósenta hlut og því vakna spurningar um stöðu fyrirtækisins. Þær upplýsingar fengust hjá Stoðum nú í morgun að tilkynningar væri að vænta síðar í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×