Viðskipti erlent

McDonalds þrífst vel í kreppunni

Hamborgarastaðir McDonalds um allan heim þrífast vel í kreppunni. Samkvæmt upplýsingum frá McDonalds Corp. jókst salan hjá þeim um 8,2% á heimsvísu.

Aukningin á hamborgaraátinu er mismunandi mikil eftir heimsálfum. Þannig jókst hún um 9,8% í Evrópu, og 11,5% í Asíu en í Bandaríkjunum sjálfum varð aukningin 5,3%.

McDonalds er nú með 31.000 staði í 100 löndum. Skilar McDonalds mestu í vasa eigenda sinna af öllum skyndibitakeðjum heimsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×