Viðskipti innlent

Exista hækkar í byrjun dags

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Félög þeim tengdum hafa hækkað í fyrstu viðskiptum dagsins.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu. Félög þeim tengdum hafa hækkað í fyrstu viðskiptum dagsins. Mynd/GVA

Gengi bréfa í Existu hækkaði um 2,32 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Þetta er í fyrsta hækkun á gengi bréfa í félaginu á milli daga síðan 8. júlí. Það fór í lægsta gengi frá upphafi í gær.

Þá hefur gengi bréfa í bönkum og rekstrarfélögum sömuleiðis hækkað.

Kaupþing hefur hækkað um 2,26 prósent, Landsbankinn um 2,21 prósent og Glitnir um 2 prósent.

Gengi bréfa í Straumi, Bakkavör, Icelandair og Marel hefur hækkað um rúmt prósent en gengi Alfesca hefur hækkað um tæpt prósent.

Ekkert félag hefur lækkað í byrjun dagsins.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,2 prósent og stendur vísitalan í 4.185 stigum. Vísitalan fór undir 4.100 stiga múrinn í gær og hafði ekki verið lægra í rúm þrjú ár.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×