Formúla 1

Force India hættir með Ferrari

Vijay Mallay rifti samningi við Ferrari og vill starfa með Mercedes á næsta ári.
Vijay Mallay rifti samningi við Ferrari og vill starfa með Mercedes á næsta ári. mynd: kappakstur.is
Milljarðamæringurinn Vijay Mallay sem á Force India liðið hefur ákveðið að slíta samstarfi við Ferrari og mun Force India liðið nota búnað frá Mercedes á næsta ári.

Ferrari hefur séð Force India liðinu fyrir vélum, rétt eins og Torro Rosso liðinu. En Mallay vildi breytingar og telur Mercedes vænlegri samstarfsaðila, en bílaframleiðandinn er í náinni samvinnu við McLaren og á stóran hlut í liðinu.

Mallay tilkynnti fyrir skömmu að Adrian Sutil og Giancarlo Fisichella verða ökumenn liðsins á næsta ári. Trúlega mun taka einhvern tíma fyrir ökumennina að aðlagast búnaði Mercedes, en miklar breytingar verða á reglum á næsta ári og enn er óljóst hvort Force India getur fengið tilbúna bíla frá McLaren eður ei, eða hvort liðið þarf að smíða eigin undirvagn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×