Innlent

Þrír Íslendingar í haldi lögreglu í tengslum við amfetamínframleiðslu

Frá blaðamannafundi lögreglunnar við Hverfisgötu sem hófst klukkan 16.
Frá blaðamannafundi lögreglunnar við Hverfisgötu sem hófst klukkan 16.
Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna amfetamínframleiðslu í tveimur húsum í Hafnarfirði. Einn er á fertugsaldri en hinir tveir eru á þrítugsaldri. Allir hafa þeir komið við sögu lögreglunnar áður. Lögreglan vill ekki gefa upp hvort að fleiri tengist málinu.

Lögreglan útilokar ekki að framleiðslan hafi verið fyrir utanlandsmarkað.

Lögreglan lét til skara skríða í morgun. Hald var lagt á háþróuð tæki til fíkniefnaframleiðslu, efni sem talin eru á framleiðslustigi, þar á meðal tonn af mjólkursykri, efni sem talið er að sé amfetamín og ríflega 20 kíló af hassi.

Talsverð sprengihætta er af framleiðslunni og þess vegna var kallaður til sérfræðingur sem vinnur með eiturefnadeild slökkviliðisins. Tvo til þrjá daga tekur að taka verksmiðjuna niður.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom ásamt fulltrúum Europol, Tollgæslunnar og sérsveit Ríkislögreglustjóra að málinu sem hefur verið til rannsóknar undanfarna mánuði.












Tengdar fréttir

Amfetamínframleiðsla upprætt í Hafnarfirði

Lögregla hefur komið upp um amfetamínframleiðslu í húsi á höfuðborgarsvæðinu eftir því sem heimildir Vísis herma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar vegna málsins klukkan 16 en þetta mun vera í fyrsta skipti sem slík framleiðsla er upprætt hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×