Viðskipti innlent

Icelandair sveif eitt upp í Kauphöllinni

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Gengi bréfa í flugfélaginu var það eina sem hækkaði í dag.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Gengi bréfa í flugfélaginu var það eina sem hækkaði í dag. Mynd/GVA

Icelandair var eitt um að fljúga upp á hlutabréfamarkaði í dag. Flugið var ekki hátt en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 0,49 prósent. Á móti lækkaði gengi flestra skráðra félaga.

Þar af féll gengi bréfa í Spron um 5,28 prósent, Century Aluminum um 4,72 prósent og Eimskipafélagsins um 3,45 prósent. Þá féll gengi Atorku um 2,98 prósent, Existu um 2,59 prósent, Bakkavarar um 2,44 prósent og Straums um 2,18 prósent.

Gengi annarra félaga lækkaði minna.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,31 prósent og stendur vísitalan í 4.170 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×