Woods og Rocco í bráðabana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2008 10:31 Tiger Woods fagnar fuglinum á átjándu holu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods og Rocco Mediate mætast í 18 holu bráðabana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Bráðabaninn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst klukkan 16.00. Tiger gerði sér lítið fyrir og náði sér í fugl á átjándu og síðustu holunni í gær og tryggði sér þar með bráðabana gegn Mediate. Woods hefur unnið þrettán stórmót á ferlinum en Mediate aldrei. Lee Westwood átti möguleika að komast í bráðabanann en náði ekki að setja niður pútt á átjándu og varð því í þriðja sæti. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að hann myndi ná þessu," sagði Mediate sem er í 157. sæti heimslistans. „Ég verð því að byrja að undirbúa mig fyrir baráttuna á morgun. Hversu oft fá kylfingar tækifæri til að mæta besta kylfingi heims í bráðabana á opna bandaríska?" Þetta er í fyrsta sinn sem keppni á opna bandaríska meistaramótinu ræðst í bráðabana síðan að Retief Goosen bar sigurorð af Mark Brooks árið 2001. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods og Rocco Mediate mætast í 18 holu bráðabana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi í dag. Bráðabaninn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst klukkan 16.00. Tiger gerði sér lítið fyrir og náði sér í fugl á átjándu og síðustu holunni í gær og tryggði sér þar með bráðabana gegn Mediate. Woods hefur unnið þrettán stórmót á ferlinum en Mediate aldrei. Lee Westwood átti möguleika að komast í bráðabanann en náði ekki að setja niður pútt á átjándu og varð því í þriðja sæti. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að hann myndi ná þessu," sagði Mediate sem er í 157. sæti heimslistans. „Ég verð því að byrja að undirbúa mig fyrir baráttuna á morgun. Hversu oft fá kylfingar tækifæri til að mæta besta kylfingi heims í bráðabana á opna bandaríska?" Þetta er í fyrsta sinn sem keppni á opna bandaríska meistaramótinu ræðst í bráðabana síðan að Retief Goosen bar sigurorð af Mark Brooks árið 2001.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira