Athyglisvert (vara)forsetaefni Þráinn Bertelsson skrifar 15. september 2008 07:00 Frú Sarah Palin, varaforsetaefni ellibelgsins McCains, hefur ekki gert víðreist um veröldina. Hún mun hafa ferðast fjórum sinnum til útlanda. Það þarf að sjálfsögðu ekki að vera ókostur að hafa asklok fyrir himin, því að til að mynda margir íslenskir stjórnmálamenn sýna lítil merki um andlegar framfarir þótt þeir eyði allt að fjórðungi starfsævi sinnar á dagpeningum erlendis. Hitt er einkennilegra að frú Palin þvertekur fyrir að hafa nokkru sinni hitt að máli útlend mikilmenni og einkum og sérílagi harðneitar hún því að hafa hitt erlenda þjóðhöfðingja - og aftekur þar með að viðurkenna að síðastliðið haust mætti hún engum öðrum en forseta Íslands á ráðstefnu um jarðhita í Alaska. Dr. Ólafur Ragnar mun hins vegar hafa farið oftar en fjórum sinnum til útlanda. Engin skýring hefur ennþá fengist á þessari furðulegu afneitun frú Palin, en ekki er vitað um önnur dæmi þess að mektarfólk sem hefur eitt sinn hitt dr. Ólaf Ragnar gleymi þeim atburði. Að undanförnu hefur Sarah Palin sagt fleiri athyglisverða hluti. Hér eru nokkur dæmi sem sýna að Íslendingar eiga alls ekki einkarétt á sérkennilegum tilsvörum stjórnmálamanna: „Varðandi þetta varaforsetaembætti sem allir eru alltaf að spyrja mig út í þá get ég ekki svarað spurningum um það fyrr en einhver er búinn að útskýra fyrir mér hvað það er nákvæmlega sem varaforsetinn gerir á daginn." „Við skulum biðja fyrir hermönnum okkar og -konum sem eru að bisa við að gera það sem er rétt. Líka skulum við biðja fyrir landinu okkar, og að leiðtogar þjóðarinnar séu að senda hermenn til að ganga Guðs erinda. Þetta er það sem við verðum að minnast á í bænum okkar, að til sé áætlun og að sú áætlun sé áætlun frá Guði." „Ég hef reyndar einbeitt mér að því að stjórna Alaska að undanförnu svo að ég hef voða lítið getað pælt í stríðinu í Írak." „Umhverfisbreytingar munu hafa meiri áhrif á Alaska en nokkurt annað fylki í Bandaríkjunum - vegna þess hvar það er staðsett. Ég er þó alls ekki ein af þeim sem halda að umhverfisbreytingar séu af manna völdum." Svo eru menn að tala um að George W. Bush sé ekki dæmigerður fulltrúi þjóðar sinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Frú Sarah Palin, varaforsetaefni ellibelgsins McCains, hefur ekki gert víðreist um veröldina. Hún mun hafa ferðast fjórum sinnum til útlanda. Það þarf að sjálfsögðu ekki að vera ókostur að hafa asklok fyrir himin, því að til að mynda margir íslenskir stjórnmálamenn sýna lítil merki um andlegar framfarir þótt þeir eyði allt að fjórðungi starfsævi sinnar á dagpeningum erlendis. Hitt er einkennilegra að frú Palin þvertekur fyrir að hafa nokkru sinni hitt að máli útlend mikilmenni og einkum og sérílagi harðneitar hún því að hafa hitt erlenda þjóðhöfðingja - og aftekur þar með að viðurkenna að síðastliðið haust mætti hún engum öðrum en forseta Íslands á ráðstefnu um jarðhita í Alaska. Dr. Ólafur Ragnar mun hins vegar hafa farið oftar en fjórum sinnum til útlanda. Engin skýring hefur ennþá fengist á þessari furðulegu afneitun frú Palin, en ekki er vitað um önnur dæmi þess að mektarfólk sem hefur eitt sinn hitt dr. Ólaf Ragnar gleymi þeim atburði. Að undanförnu hefur Sarah Palin sagt fleiri athyglisverða hluti. Hér eru nokkur dæmi sem sýna að Íslendingar eiga alls ekki einkarétt á sérkennilegum tilsvörum stjórnmálamanna: „Varðandi þetta varaforsetaembætti sem allir eru alltaf að spyrja mig út í þá get ég ekki svarað spurningum um það fyrr en einhver er búinn að útskýra fyrir mér hvað það er nákvæmlega sem varaforsetinn gerir á daginn." „Við skulum biðja fyrir hermönnum okkar og -konum sem eru að bisa við að gera það sem er rétt. Líka skulum við biðja fyrir landinu okkar, og að leiðtogar þjóðarinnar séu að senda hermenn til að ganga Guðs erinda. Þetta er það sem við verðum að minnast á í bænum okkar, að til sé áætlun og að sú áætlun sé áætlun frá Guði." „Ég hef reyndar einbeitt mér að því að stjórna Alaska að undanförnu svo að ég hef voða lítið getað pælt í stríðinu í Írak." „Umhverfisbreytingar munu hafa meiri áhrif á Alaska en nokkurt annað fylki í Bandaríkjunum - vegna þess hvar það er staðsett. Ég er þó alls ekki ein af þeim sem halda að umhverfisbreytingar séu af manna völdum." Svo eru menn að tala um að George W. Bush sé ekki dæmigerður fulltrúi þjóðar sinnar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun