Hafnar því að 365 sé skaðabótaskylt vegna Kompásþáttar 22. september 2008 13:35 Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara.Fram hefur komið í fréttum að Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, ætli að krefja 365 hf. um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður í kvöld. Þar á sýna þegar Benjamín ræðst gegn Ragnari Magnússyni athafnamanni með ofbeldi. Kompás tók árásina upp.Benjamín fór fram á það að sýslumaður legði lögbann á sýningu myndbandsins en við því varð sýslumaður ekki. Málinu var þá skotið til dómstóla sem eru enn að fjalla um málið.Lögmaður Benjamíns, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, segir birtingu myndbandsins fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann boðar skaðabótamál verði umrætt myndband sýnt í Kompási í kvöld.Lögregla og ákæruvald meta rannsóknarhagsmuniEinar Sverrisson, lögmaður 365, segir í bréfi til Vilhjálms að það sé af og frá að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum Benjamíns með því að sýna myndbandið. Það sé lögreglu og ákæruvalds að meta rannsóknarhagsmuni hvers sakamáls en ekki sakborninga. Lögregla hafi haft myndbandsupptökuna undir höndum frá því daginn eftir að líkamsárásin átti sér stað og viti í hvaða tilgangi hennar var aflað. „Leiði sýning myndbandsins til þess að mati dómstóla að sýningin hafi brotið á rétti umbjóðanda yðar til réttlátrar meðferðar mun það einungis koma honum til góða í formi lægri refsingar," segir einnig í bréfi Einars.Þá bendir hann á að myndbandið sé tekið á almannafæri og það sýni Benjamín fremja refsivert athæfi. Myndbandsins hafi verið aflað í þágu fréttaflutnings en það sé grunnskylda hvers fjölmiðils að miðla upplýsingum til þegnanna um það samfélag sem þeir búa í. Það sé ekki algild regla að það þurfi skilyrðislaust leyfi til þess að birta mynd hjá þeim sem myndaður sé, eins og Vilhjálmur haldi fram.„Með vísan til þess sem hér hefur rakið er því alfarið hafnað að umbjóðanda yðar hafi verið eða muni verða valdið tjóni með þeim hætti að skilyrði skaðabóta séu uppfyllt," segir Einar einnig í bréfinu. Ef Vilhjálmur og Benjamín séu ósammála því verði tekist á um skaðabótakröfuna fyrir dómstólum. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Einar Þór Sverrisson, lögmaður 365, hafnar því að fyrirtækið sé skaðabótaskylt verði Kompásþáttur sem sýnir líkamsárás meints handrukkara á annan mann sýndur í kvöld. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaðurinn hefur ritað lögmanni hins meinta handrukkara.Fram hefur komið í fréttum að Benjamín Þór Þorgrímsson, líkamsræktarþjálfari og meintur handrukkari, ætli að krefja 365 hf. um skaðabætur vegna Kompásþáttar sem sýndur verður í kvöld. Þar á sýna þegar Benjamín ræðst gegn Ragnari Magnússyni athafnamanni með ofbeldi. Kompás tók árásina upp.Benjamín fór fram á það að sýslumaður legði lögbann á sýningu myndbandsins en við því varð sýslumaður ekki. Málinu var þá skotið til dómstóla sem eru enn að fjalla um málið.Lögmaður Benjamíns, Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, segir birtingu myndbandsins fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann boðar skaðabótamál verði umrætt myndband sýnt í Kompási í kvöld.Lögregla og ákæruvald meta rannsóknarhagsmuniEinar Sverrisson, lögmaður 365, segir í bréfi til Vilhjálms að það sé af og frá að verið sé að brjóta á grundvallarmannréttindum Benjamíns með því að sýna myndbandið. Það sé lögreglu og ákæruvalds að meta rannsóknarhagsmuni hvers sakamáls en ekki sakborninga. Lögregla hafi haft myndbandsupptökuna undir höndum frá því daginn eftir að líkamsárásin átti sér stað og viti í hvaða tilgangi hennar var aflað. „Leiði sýning myndbandsins til þess að mati dómstóla að sýningin hafi brotið á rétti umbjóðanda yðar til réttlátrar meðferðar mun það einungis koma honum til góða í formi lægri refsingar," segir einnig í bréfi Einars.Þá bendir hann á að myndbandið sé tekið á almannafæri og það sýni Benjamín fremja refsivert athæfi. Myndbandsins hafi verið aflað í þágu fréttaflutnings en það sé grunnskylda hvers fjölmiðils að miðla upplýsingum til þegnanna um það samfélag sem þeir búa í. Það sé ekki algild regla að það þurfi skilyrðislaust leyfi til þess að birta mynd hjá þeim sem myndaður sé, eins og Vilhjálmur haldi fram.„Með vísan til þess sem hér hefur rakið er því alfarið hafnað að umbjóðanda yðar hafi verið eða muni verða valdið tjóni með þeim hætti að skilyrði skaðabóta séu uppfyllt," segir Einar einnig í bréfinu. Ef Vilhjálmur og Benjamín séu ósammála því verði tekist á um skaðabótakröfuna fyrir dómstólum.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira