Grýla og familía 28. nóvember 2008 04:00 Brian Pilkington myndlistarmaður. Fréttablaðið/Valli Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. Brian Pilkington er fæddur í Englandi 1950. Hann er þekktur fyrir snjallar bókaskreytingar og hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka, bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Meðal bóka Brians má nefna Örkin hans Nonna (1988), Afi gamli jólasveinn (1990), Ástarsaga úr fjöllunum (höfundur texta: Guðrún Helgadóttir 1981), Hundrað ára afmælið (höf. texta: Þráinn Bertelsson 1984) og Blómin í túninu (höf. texta: Ingibjörg Sigurðardóttir, 1985). Árið 2003 hlaut Brian Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin, fyrir bók sína Mánasteinar í vasa. Á síðustu árum hafa bækur Brians um íslenska þjóðtrú og vættir vakið athygli innanlands og utan og eru myndskreytingar hans af jólasveinunum skemmtileg viðbót í þá flóru. Sýningin er í veitingastofu Hafnarborgar sem er opin alla virka daga frá kl. 11-19, fimmtudaga til kl. 21 og um helgar frá kl. 11-17. Veitingasala Hafnarborgar er rekin af Manni lifandi en fyrirtækið er þekkt fyrir frábæra heilsurétti og kökur. Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag er opnuð sýning í Hafnarborg á nýjum myndskreytingum eftir Brian Pilkington af íslensku jólasveinunum, foreldrum þeirra, Grýlu og Leppalúða, þessari séríslensku vandamálafjölskyldu. Sýningin mun standa fram á þrettándann og er tilvalið að fara með börnin í Fjörðinn til að skoða þessar teikningar Brians. Brian Pilkington er fæddur í Englandi 1950. Hann er þekktur fyrir snjallar bókaskreytingar og hefur skrifað og myndskreytt fjölda barnabóka, bæði fyrir íslenskan og erlendan markað. Meðal bóka Brians má nefna Örkin hans Nonna (1988), Afi gamli jólasveinn (1990), Ástarsaga úr fjöllunum (höfundur texta: Guðrún Helgadóttir 1981), Hundrað ára afmælið (höf. texta: Þráinn Bertelsson 1984) og Blómin í túninu (höf. texta: Ingibjörg Sigurðardóttir, 1985). Árið 2003 hlaut Brian Dimmalimm, íslensku myndskreytiverðlaunin, fyrir bók sína Mánasteinar í vasa. Á síðustu árum hafa bækur Brians um íslenska þjóðtrú og vættir vakið athygli innanlands og utan og eru myndskreytingar hans af jólasveinunum skemmtileg viðbót í þá flóru. Sýningin er í veitingastofu Hafnarborgar sem er opin alla virka daga frá kl. 11-19, fimmtudaga til kl. 21 og um helgar frá kl. 11-17. Veitingasala Hafnarborgar er rekin af Manni lifandi en fyrirtækið er þekkt fyrir frábæra heilsurétti og kökur.
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira