Óttast jarðsprengjur á golfvellinum 28. nóvember 2008 11:01 Ryo Ishikawa er umkringdur öryggisvörðum NordicPhotos/GettyImages Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa er nú hundeltur af öryggisvörðum eftir að dagblaði barst sprengjuhótun fyrir Casio mótið í golfi sem fram fer í Japan. Hinn 17 ára gamli Ishikawa verður umkringdur öryggisvörðum eftir að blaðinu barst tilkynning um að jarðsprengjum hefði verið komið fyrir á Kuroshio vellinum sem er í Kochi, um 600 km suðvestur af Tókíó. Sá sem sendi hótunina inn til dagblaðsins heimtaði að mótinu yrði frestað, en ekki stendur til að verða við þeirri bón hans. Skemmdarverk voru unnin í höfuðstöðvum eins af kostendum mótsins í kjölfar hótunarinnar. Þar á meðal voru sprengingar og brotnir gluggar sem lögregla telur vera eftir handsprengjur. Um 160 lögreglumenn verða á mótsvæðinu frá og með næsta miðvikudegi, en það hefst formlega daginn eftir. Mótið er eitt það stærsta á Japanstúrnum í golfi. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa er nú hundeltur af öryggisvörðum eftir að dagblaði barst sprengjuhótun fyrir Casio mótið í golfi sem fram fer í Japan. Hinn 17 ára gamli Ishikawa verður umkringdur öryggisvörðum eftir að blaðinu barst tilkynning um að jarðsprengjum hefði verið komið fyrir á Kuroshio vellinum sem er í Kochi, um 600 km suðvestur af Tókíó. Sá sem sendi hótunina inn til dagblaðsins heimtaði að mótinu yrði frestað, en ekki stendur til að verða við þeirri bón hans. Skemmdarverk voru unnin í höfuðstöðvum eins af kostendum mótsins í kjölfar hótunarinnar. Þar á meðal voru sprengingar og brotnir gluggar sem lögregla telur vera eftir handsprengjur. Um 160 lögreglumenn verða á mótsvæðinu frá og með næsta miðvikudegi, en það hefst formlega daginn eftir. Mótið er eitt það stærsta á Japanstúrnum í golfi.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira