Viðskipti innlent

Exista leiddi hækkun dagsins

Lýður og Ágúst Guðmundssyni, stærstu hluthafar Bakkavarar.
Lýður og Ágúst Guðmundssyni, stærstu hluthafar Bakkavarar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 2,22 prósent af þeim félögum sem mynda Úrvalsvísitöluna í dag. Á eftir fylgdi Landsbankinn, sem sömuleiðis hækkaði um rúm tvö prósent. Gengi annarra félaga hækkaði minna.

Af bönkum og fjárfestingarfélögum lækkaði aðeins gengi Straums, eða um 0,97 prósent, sem jafnframt er mest lækkun dagsins. Teymi, Eimskip og Atorka lækkaði sömuleiðis.

Einungis gengi bréfa í Marel stóð í stað á milli daga.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,22 prósent og stendur vísitalan í 5.245 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×