Hundruð milljarða lán í þagnargildi 26. nóvember 2008 00:01 Takmarkaðar upplýsingar eru um lánveitingar til eigenda í uppgjörum bankanna. Gömlu bankarnir þrír lánuðu eigendum sínum og félögum þeirra hundruð milljarða króna, samkvæmt uppgjörum, en lengra verður ekki komist eftir þeirri leið. Lánabækur bankanna búa væntanlega yfir fyllri mynd af stöðu mála. Birtar hafa verið upplýsingar um ýmsar lánveitingar Glitnis. Umfjöllun Morgunblaðsins á dögunum vekur spurningar um hvort þar og víðar í bankakerfinu hafi allt verið með felldu. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Jón Ásgeir Jóhannesson, athafnamaður og helsti eigandi Fréttablaðsins, fordæma meint brot á lögum um bankaleynd.Hvað er bankaleynd?Bankaleynd merkir í raun þagnarskyldu stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, framkvæmdastjóra, endurskoðenda, starfsmanna og hverra þeirra sem taka að sér verk í þágu slíkra fyrirtækja, „um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þeirra, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum“, segir í þingskjali. Sama gildir um þagnarskyldu um persónuleg málefni fólks, þar á meðal fjárhag, einnig er getið um þagnarskyldu í lögum um lögmenn og endurskoðendur. Frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki er í skýringum rætt um að þar séu „almennar reglur um bankaleynd“. Í hinum sömu lögum er raunar undanþága frá bankaleynd. Hún er bundin samþykki þess sem upplýsingarnar eiga við.Rætt var um bankaleynd á fjölmennum borgarafundi í Háskólabíói í fyrrakvöld. Einn fyrirspyrjandi undraðist að hún væri nú fyrir hendi. Fyrirspyrjandinn tók þar undir með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra, og raunar dómsmálaráðherra einnig. Davíð sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við vegna gömlu bankanna. Upplýsa þyrfti hvers vegna þeir hefðu hrunið. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ásættanlegt að mál sem koma upp vegna bankakreppunnar séu sveipuð leyndarhjúp. Hugtök eins og þagnarskylda og bankaleynd eigi að heyra sögunni til þegar jafn mikilvægir hagsmunir séu í húfi og nú. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur enn fremur rætt um bankaleynd við þessar aðstæður. „Í mínum huga er tómt mál að tala um að gera málið upp og varpa ljósi á álitamál ef menn geta falið stór og smá mál í bankaleynd.“Litli bankamaðurinnÍ frumvarpi um sérstakan saksóknara vegna bankahrunsins, sem Björn Bjarnason hefur mælt fyrir á Alþingi, kemur fram að starfsmaður banka sem veitir upplýsingar, verði ekki sóttur til saka. Með öðrum orðum, sé grunur um alvarlegt brot, eigi bankaleyndin ekki við. Þá taki heimildir saksóknarans til efnahags-, auðgunar- og skattabrota, jafnframt þeirra brota sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið rannsaka. Þannig geti starfsmenn bankanna öðlast stöðu „whistle blower“ eins og það heitir á ensku og hefur stundum verið kennt við starfsmann Landsímans, sem upplýsti um sitthvað misjafnt þar á bæ og var í framhaldinu nefndur „Litli Landsímamaðurinn“. Brýtur Markaðurinn lög?Markaðurinn og Fréttablaðið hafa lagt sig fram um að afla gagna úr gömlu bönkunum, meðal annars um lánveitingar til fyrrverandi eigenda þeirra. Spyrja má hvort þannig brjóti blaðið lög, eða í það minnsta, með augljósa hagsmuni lesenda í huga, leggi sig fram um lögbrot. Skrifað hefur verið til viðskiptaráðherra, Seðlabanka, auk Fjármálaeftirlitsins og allra bankanna þriggja og skilanefnda þeirra.Efnisleg svör bankanna við beiðni um upplýsingar úr lánabókum eru skýr: Nei!Engin svör hafa borist úr Seðlabanka. Viðskiptaráðherra þegir þunnu hljóði og Fjármálaeftirlitið var enn að hugsa þegar þessi grein rann undir valsana í prentsmiðjunni.Af hverju?Morgunblaðið hefur þegar komist yfir upplýsingar úr lánabókum Glitnis gamla og birt. Í fréttaskýringu blaðsins sagði frá ýmsum lánum til ýmissa aðila, þar á meðal félaga sem fáar skýringar virðast vera á. Blaðamaður Morgunblaðsins fullyrðir raunar að mörg lán og há, hafi verið veitt í trássi við útlánareglur bankans og að helstu eigendur bankans hafi verið þar að baki. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa sagt að þar hafi bankaleynd verið brotin. Birna Einarsdóttir brýnir bankaleyndina fyrir starfsfólki í bréfi sem hún sendi í vikunni.Markaðurinn greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að lán bankanna til eigenda sinna hefðu samkvæmt bókum bankanna numið 275 milljörðum króna um mitt árið. Á sama tíma þykir víst að þar sé eingöngu um að ræða þau félög eða kennitölur sem skráð voru á hluthafalista bankanna eða lán til dótturfélaga þeirra. Eigendur bankanna voru mjög umsvifamiklir í ýmiss konar rekstri og áttu ýmis eignarhaldsfélög. Það virðist eiga jafnt við helstu eigendur Glitnis, Landsbankans og Kaupþings.BréfberarFréttablaðið hafði eftir heimildarmanni sínum í gær að bankarnir hefðu enn fremur reynt að halda uppi gengi hlutabréfa í sjálfum sér, með svonefndum loftbólufélögum. Það er að þeir lánuðu eignarhaldsfélögum til að kaupa hlutabréf með veði í engu nema sjálfum hlutabréfunum. Eigendur eignarhaldsfélaganna hafi í raun ekkert lagt fram annað en nafn sitt. Slíkir leppar væru kallaðir „bréfberar“. Almenningur sem hafi treyst því að verðmyndun í Kauphöll væri eðlileg, hefði verið hafður að fífli. Þúsundir milljarðaÚtlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans jukust um þrjú þúsund og sex hundruð milljarða króna, milli annars fjórðungs í fyrra og sama tíma í ár. Eitthvað af þessu tengist veikingu krónunnar. Í heildina námu eignir bankanna, einkum útlán, tæplega 9.300 milljörðum króna samkvæmt hálfsársuppgjöri. Nýjar tölur Seðlabankans sýna að lán bankanna hér innanlands námu tæplega 4.800 milljörðum króna. Nefna má að samanlagðar skuldir íslenskra heimila við bankakerfið nema ríflega þúsund milljörðum, samkvæmt sömu tölum. Eignarhaldsfélög skulda öllu meira en heimilin, 1.600 milljarða. Lok lok og læsMarkaðurinn hefur óskað eftir upplýsingum frá bönkunum, eins og fyrr var skrifað. Allir vísa, í mismörgum orðum, til bankaleyndar. Í svari Glitnis segir raunar að „að óbreyttum lögum“ sé starfsmönnum óheimilt að verða við beiðni um upplýsingar. „Nema til komi bein lagaleg tilmæli frá löggjafarvaldi Íslands um annað, mun Landsbankinn fylgja þeim lagaramma sem Alþingi hefur sett um bankaleynd. Ummæli formanns bankastjórnar Seðlabanka og dómsmálaráðherra eru og verða ummæli en ekki þingfest lög landsins þar til Alþingi hefur skipað svo.“ Svo segir í svari Landsbanka. Kaupþingsfólk tekur sterkar til orða: „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnilega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins. Auk þess er rétt að benda á að hæpið er að slík lagasetning geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga.“ Enn fremur er vísað til þess að starfsmenn bankans gætu lent á bak við lás og slá, verði brotið gegn bankaleyndinni. Þáttur dómstóla og löggjafaDæmi eru um að bankaleynd hafi verið aflétt. Til að mynda voru bankarnir þrír allir dæmdir í Hæstarétti í fyrra til að láta af hendi gögn til skattyfirvalda, þrátt fyrir bankaleynd. Fyrir því voru meðal annars nefnd þau rök að starfsmenn skattsins væru líka þagnarskyldir um störf sín. En dæmin um afnám þagnarskyldu með dómi eru fleiri og þau tilvik sem hér eru rakin eru því ekki tæmandi listi. Blaðamaður Morgunblaðsins birti gögn sem vörðuðu bankaleynd í umfjöllun um SÍS, fyrir um áratug. Blaðamaður gat með dómi Hæstréttar verndað heimildarmann sinn og var ekki dæmdur sjálfur, enda þótt lög um bankaleynd hefðu verið brotin. Í ársbyrjun 2006 var bankaleynd af reikningum lögmannsstofu aflétt að kröfu Fjármálaeftirlitsins. Hæstiréttur hefur einnig nýlega dæmt að bankaleynd skuli víkja fyrir þeim hagsmunum hins opinbera að ganga úr skugga um að skattskil séu rétt, í tilviki greiðslukortafyrirtækja. Ríkisskattstjóri taldi í því máli að almennur trúnaður við viðskiptamenn í formi bankaleyndar hafi ekki þann tilgang að vernda mögulega brotastarfsemi. Í væntanlegri rannsókn á vegum Alþingis á aðdraganda bankahrunsins eiga rannsakendur að fá víðtækar heimildir og mun vera stefnt að því að víkja bankaleynd til hliðar. Fleiri hliðarEinkalífshagsmunir kynnu sannarlega að vera í húfi með afnámi bankaleyndar. Það má þó rifja upp hér að lokum að slíkum hagsmunum er stundum vikið til hliðar, á grundvelli annarra hagsmuna. Hér hafa verið nefndir almannahagsmunir. Skilgreining þeirra er margvísleg. Nýlega fóru lögreglumenn hús úr húsi hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ, á grundvelli grunsemda. Þar var farið á heimili fólks, rótað í eigum þeirra og fjármunir haldlagðir. Einkalífshagsmunir skiptu þar minna máli en annað. Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Takmarkaðar upplýsingar eru um lánveitingar til eigenda í uppgjörum bankanna. Gömlu bankarnir þrír lánuðu eigendum sínum og félögum þeirra hundruð milljarða króna, samkvæmt uppgjörum, en lengra verður ekki komist eftir þeirri leið. Lánabækur bankanna búa væntanlega yfir fyllri mynd af stöðu mála. Birtar hafa verið upplýsingar um ýmsar lánveitingar Glitnis. Umfjöllun Morgunblaðsins á dögunum vekur spurningar um hvort þar og víðar í bankakerfinu hafi allt verið með felldu. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og Jón Ásgeir Jóhannesson, athafnamaður og helsti eigandi Fréttablaðsins, fordæma meint brot á lögum um bankaleynd.Hvað er bankaleynd?Bankaleynd merkir í raun þagnarskyldu stjórnarmanna fjármálafyrirtækja, framkvæmdastjóra, endurskoðenda, starfsmanna og hverra þeirra sem taka að sér verk í þágu slíkra fyrirtækja, „um allt það sem þeir fá vitneskju um við framkvæmd starfa sinna og varða viðskipta- eða einkamálefni viðskiptamanna þeirra, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum“, segir í þingskjali. Sama gildir um þagnarskyldu um persónuleg málefni fólks, þar á meðal fjárhag, einnig er getið um þagnarskyldu í lögum um lögmenn og endurskoðendur. Frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki er í skýringum rætt um að þar séu „almennar reglur um bankaleynd“. Í hinum sömu lögum er raunar undanþága frá bankaleynd. Hún er bundin samþykki þess sem upplýsingarnar eiga við.Rætt var um bankaleynd á fjölmennum borgarafundi í Háskólabíói í fyrrakvöld. Einn fyrirspyrjandi undraðist að hún væri nú fyrir hendi. Fyrirspyrjandinn tók þar undir með Davíð Oddssyni seðlabankastjóra, og raunar dómsmálaráðherra einnig. Davíð sagði á fundi Viðskiptaráðs fyrir viku, að bankaleynd ætti ekki við vegna gömlu bankanna. Upplýsa þyrfti hvers vegna þeir hefðu hrunið. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir ekki ásættanlegt að mál sem koma upp vegna bankakreppunnar séu sveipuð leyndarhjúp. Hugtök eins og þagnarskylda og bankaleynd eigi að heyra sögunni til þegar jafn mikilvægir hagsmunir séu í húfi og nú. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og formaður viðskiptanefndar Alþingis, hefur enn fremur rætt um bankaleynd við þessar aðstæður. „Í mínum huga er tómt mál að tala um að gera málið upp og varpa ljósi á álitamál ef menn geta falið stór og smá mál í bankaleynd.“Litli bankamaðurinnÍ frumvarpi um sérstakan saksóknara vegna bankahrunsins, sem Björn Bjarnason hefur mælt fyrir á Alþingi, kemur fram að starfsmaður banka sem veitir upplýsingar, verði ekki sóttur til saka. Með öðrum orðum, sé grunur um alvarlegt brot, eigi bankaleyndin ekki við. Þá taki heimildir saksóknarans til efnahags-, auðgunar- og skattabrota, jafnframt þeirra brota sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið rannsaka. Þannig geti starfsmenn bankanna öðlast stöðu „whistle blower“ eins og það heitir á ensku og hefur stundum verið kennt við starfsmann Landsímans, sem upplýsti um sitthvað misjafnt þar á bæ og var í framhaldinu nefndur „Litli Landsímamaðurinn“. Brýtur Markaðurinn lög?Markaðurinn og Fréttablaðið hafa lagt sig fram um að afla gagna úr gömlu bönkunum, meðal annars um lánveitingar til fyrrverandi eigenda þeirra. Spyrja má hvort þannig brjóti blaðið lög, eða í það minnsta, með augljósa hagsmuni lesenda í huga, leggi sig fram um lögbrot. Skrifað hefur verið til viðskiptaráðherra, Seðlabanka, auk Fjármálaeftirlitsins og allra bankanna þriggja og skilanefnda þeirra.Efnisleg svör bankanna við beiðni um upplýsingar úr lánabókum eru skýr: Nei!Engin svör hafa borist úr Seðlabanka. Viðskiptaráðherra þegir þunnu hljóði og Fjármálaeftirlitið var enn að hugsa þegar þessi grein rann undir valsana í prentsmiðjunni.Af hverju?Morgunblaðið hefur þegar komist yfir upplýsingar úr lánabókum Glitnis gamla og birt. Í fréttaskýringu blaðsins sagði frá ýmsum lánum til ýmissa aðila, þar á meðal félaga sem fáar skýringar virðast vera á. Blaðamaður Morgunblaðsins fullyrðir raunar að mörg lán og há, hafi verið veitt í trássi við útlánareglur bankans og að helstu eigendur bankans hafi verið þar að baki. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa sagt að þar hafi bankaleynd verið brotin. Birna Einarsdóttir brýnir bankaleyndina fyrir starfsfólki í bréfi sem hún sendi í vikunni.Markaðurinn greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að lán bankanna til eigenda sinna hefðu samkvæmt bókum bankanna numið 275 milljörðum króna um mitt árið. Á sama tíma þykir víst að þar sé eingöngu um að ræða þau félög eða kennitölur sem skráð voru á hluthafalista bankanna eða lán til dótturfélaga þeirra. Eigendur bankanna voru mjög umsvifamiklir í ýmiss konar rekstri og áttu ýmis eignarhaldsfélög. Það virðist eiga jafnt við helstu eigendur Glitnis, Landsbankans og Kaupþings.BréfberarFréttablaðið hafði eftir heimildarmanni sínum í gær að bankarnir hefðu enn fremur reynt að halda uppi gengi hlutabréfa í sjálfum sér, með svonefndum loftbólufélögum. Það er að þeir lánuðu eignarhaldsfélögum til að kaupa hlutabréf með veði í engu nema sjálfum hlutabréfunum. Eigendur eignarhaldsfélaganna hafi í raun ekkert lagt fram annað en nafn sitt. Slíkir leppar væru kallaðir „bréfberar“. Almenningur sem hafi treyst því að verðmyndun í Kauphöll væri eðlileg, hefði verið hafður að fífli. Þúsundir milljarðaÚtlán Glitnis, Kaupþings og Landsbankans jukust um þrjú þúsund og sex hundruð milljarða króna, milli annars fjórðungs í fyrra og sama tíma í ár. Eitthvað af þessu tengist veikingu krónunnar. Í heildina námu eignir bankanna, einkum útlán, tæplega 9.300 milljörðum króna samkvæmt hálfsársuppgjöri. Nýjar tölur Seðlabankans sýna að lán bankanna hér innanlands námu tæplega 4.800 milljörðum króna. Nefna má að samanlagðar skuldir íslenskra heimila við bankakerfið nema ríflega þúsund milljörðum, samkvæmt sömu tölum. Eignarhaldsfélög skulda öllu meira en heimilin, 1.600 milljarða. Lok lok og læsMarkaðurinn hefur óskað eftir upplýsingum frá bönkunum, eins og fyrr var skrifað. Allir vísa, í mismörgum orðum, til bankaleyndar. Í svari Glitnis segir raunar að „að óbreyttum lögum“ sé starfsmönnum óheimilt að verða við beiðni um upplýsingar. „Nema til komi bein lagaleg tilmæli frá löggjafarvaldi Íslands um annað, mun Landsbankinn fylgja þeim lagaramma sem Alþingi hefur sett um bankaleynd. Ummæli formanns bankastjórnar Seðlabanka og dómsmálaráðherra eru og verða ummæli en ekki þingfest lög landsins þar til Alþingi hefur skipað svo.“ Svo segir í svari Landsbanka. Kaupþingsfólk tekur sterkar til orða: „Ef svo ólíklega vill til að leynd um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga verða afnumin sem bersýnilega er andstæð ákvæðum stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs og væntanlega einnig brot á tilskipun Evrópusambandsins um þagnarskyldu fjármálafyrirtækja mun bankinn synja um afhendingu gagna nema samkvæmt dómi Hæstaréttar og eftir atvikum niðurstöðu Evrópudómstólsins. Auk þess er rétt að benda á að hæpið er að slík lagasetning geti með afturvirkum hætti tekið til lánveitinga sem áttu sér stað fyrir gildistöku slíkra laga.“ Enn fremur er vísað til þess að starfsmenn bankans gætu lent á bak við lás og slá, verði brotið gegn bankaleyndinni. Þáttur dómstóla og löggjafaDæmi eru um að bankaleynd hafi verið aflétt. Til að mynda voru bankarnir þrír allir dæmdir í Hæstarétti í fyrra til að láta af hendi gögn til skattyfirvalda, þrátt fyrir bankaleynd. Fyrir því voru meðal annars nefnd þau rök að starfsmenn skattsins væru líka þagnarskyldir um störf sín. En dæmin um afnám þagnarskyldu með dómi eru fleiri og þau tilvik sem hér eru rakin eru því ekki tæmandi listi. Blaðamaður Morgunblaðsins birti gögn sem vörðuðu bankaleynd í umfjöllun um SÍS, fyrir um áratug. Blaðamaður gat með dómi Hæstréttar verndað heimildarmann sinn og var ekki dæmdur sjálfur, enda þótt lög um bankaleynd hefðu verið brotin. Í ársbyrjun 2006 var bankaleynd af reikningum lögmannsstofu aflétt að kröfu Fjármálaeftirlitsins. Hæstiréttur hefur einnig nýlega dæmt að bankaleynd skuli víkja fyrir þeim hagsmunum hins opinbera að ganga úr skugga um að skattskil séu rétt, í tilviki greiðslukortafyrirtækja. Ríkisskattstjóri taldi í því máli að almennur trúnaður við viðskiptamenn í formi bankaleyndar hafi ekki þann tilgang að vernda mögulega brotastarfsemi. Í væntanlegri rannsókn á vegum Alþingis á aðdraganda bankahrunsins eiga rannsakendur að fá víðtækar heimildir og mun vera stefnt að því að víkja bankaleynd til hliðar. Fleiri hliðarEinkalífshagsmunir kynnu sannarlega að vera í húfi með afnámi bankaleyndar. Það má þó rifja upp hér að lokum að slíkum hagsmunum er stundum vikið til hliðar, á grundvelli annarra hagsmuna. Hér hafa verið nefndir almannahagsmunir. Skilgreining þeirra er margvísleg. Nýlega fóru lögreglumenn hús úr húsi hjá hælisleitendum í Reykjanesbæ, á grundvelli grunsemda. Þar var farið á heimili fólks, rótað í eigum þeirra og fjármunir haldlagðir. Einkalífshagsmunir skiptu þar minna máli en annað.
Undir smásjánni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira