Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“ 2. september 2008 14:46 Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum" og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir. Hún sagði ljóst að viðsnúningur hafi orðið í efnahagslífinu að undanförnu og að blikur væru á lofti en mikilvægt væri að einbeita sér að því að bregðast við þeim vanda með margvíslegum aðgerðum, sem væri einmitt það sem núverandi ríkisstjórn væri að gera. Steingrímur minntist í sinni ræðu á viðtal við Ingibjörgu sem birtist í Viðskiptablaðinu á dögunum undir fyrirsögninni „Það er engin kreppa á Íslandi". Ingibjörg benti á að hér á landi væru váboðar en að óveður væri ekki skollið á. Hér væri enn lítið atvinnuleysi, neyslan væri enn mikil og viðskiptahalli stæði í 17 prósentum. Vandinn í íslensku efnahagslífi er fyrst og fremst tvíþættur að mati Ingibjargar. Annars vegar er um að ræða erfiða lausafjárstöðu bankanna sem stafaði af óhagstæðum aðstæðum á heimsvísu, en hins vegar væri verðbólga of mikil. Ingibjörg ræddi sérstaklega um bónusgreiðslur og ofurlaun í fjármálageiranum og sagði að ef ástæða hafi verið til þess að láta af þeim þegar sem best gekk sé engin réttlæting fyrir þeim nú. Ingibjörg benti einnig á að á meðan verðbólgan væri í tveggja stafa tölu og kjaramál í ákveðinni óvissu sé ekki líklegt að Seðlabankinn lækki stýrivexti. Hjöðnunarskeið er óumflýjanlegt að mati hennar og leiðin til þess að leysa þann vanda er samstillt átak í því að halda aftur af verðhækkunum eins og kostur er. Tengdar fréttir Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43 Gjaldeyrisvaraforðinn styrktur um 30,5 milljarða Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. 2. september 2008 14:05 Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum" og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir. Hún sagði ljóst að viðsnúningur hafi orðið í efnahagslífinu að undanförnu og að blikur væru á lofti en mikilvægt væri að einbeita sér að því að bregðast við þeim vanda með margvíslegum aðgerðum, sem væri einmitt það sem núverandi ríkisstjórn væri að gera. Steingrímur minntist í sinni ræðu á viðtal við Ingibjörgu sem birtist í Viðskiptablaðinu á dögunum undir fyrirsögninni „Það er engin kreppa á Íslandi". Ingibjörg benti á að hér á landi væru váboðar en að óveður væri ekki skollið á. Hér væri enn lítið atvinnuleysi, neyslan væri enn mikil og viðskiptahalli stæði í 17 prósentum. Vandinn í íslensku efnahagslífi er fyrst og fremst tvíþættur að mati Ingibjargar. Annars vegar er um að ræða erfiða lausafjárstöðu bankanna sem stafaði af óhagstæðum aðstæðum á heimsvísu, en hins vegar væri verðbólga of mikil. Ingibjörg ræddi sérstaklega um bónusgreiðslur og ofurlaun í fjármálageiranum og sagði að ef ástæða hafi verið til þess að láta af þeim þegar sem best gekk sé engin réttlæting fyrir þeim nú. Ingibjörg benti einnig á að á meðan verðbólgan væri í tveggja stafa tölu og kjaramál í ákveðinni óvissu sé ekki líklegt að Seðlabankinn lækki stýrivexti. Hjöðnunarskeið er óumflýjanlegt að mati hennar og leiðin til þess að leysa þann vanda er samstillt átak í því að halda aftur af verðhækkunum eins og kostur er.
Tengdar fréttir Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43 Gjaldeyrisvaraforðinn styrktur um 30,5 milljarða Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. 2. september 2008 14:05 Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43
Gjaldeyrisvaraforðinn styrktur um 30,5 milljarða Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. 2. september 2008 14:05
Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19