Gjaldeyrisvaraforðinn styrktur um 30,5 milljarða 2. september 2008 14:05 Geir H. Haarde. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. 250 milljónir evra jafngilda um 30,5 milljörðum íslenskra króna. Ennfremur kom fram í máli hans að lánið byðist á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag íslenska ríkisins gefi tilefni til að ætla. Að mati Geirs sýnir það hve skuldatryggingaálög í hinu alþjóðlega fjármálakerfi geti verið fjarri raunveruleikanum. Geir sagði það krefjast þolinmæði og þrautseigju að vinna á núverandi vanda og landsmenn þyrfi að búa sig undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt. Í verðbólgu væri fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir. Geir sagði ekkert vera mikilvægra en að kveða niður verðbólgudrauginn. Ennfremur sagði Geir að efnahagsvandinn væri tvíþættur. Annars vegar hefðbundinn í kjölfar mikils uppvaxtar hér á landi og hinsvegar alþjóðlegur vegna húsnæðiskreppunnar í Bandaríkjunum. Til viðbótar hafi heimurinn þurft að horfa á hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Íslendingar hafa aldrei verið eins vel í stakk búin til að standast ágjöf í efnahagslífinu, að mati Geirs. Uppgangstíminn hafi verið notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, safna í digra sjóði og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og um leið verðmætasköpun hér á landi. Geir H. Haarde verður í viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Tengdar fréttir Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43 Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“ Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir. 2. september 2008 14:46 Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir að yfirvegaðar aðgerðir séu mikilvægari en upphrópanir. Alþingi koman saman að nýju í dag eftir að því var frestað í maílok. Skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál var eina málið á dagskrá. Í ræðunni tilkynnti Geir að ríkisstjórnin hyggist taka 250 milljóna evru lán til þess að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans. 250 milljónir evra jafngilda um 30,5 milljörðum íslenskra króna. Ennfremur kom fram í máli hans að lánið byðist á mun betri kjörum en skuldatryggingaálag íslenska ríkisins gefi tilefni til að ætla. Að mati Geirs sýnir það hve skuldatryggingaálög í hinu alþjóðlega fjármálakerfi geti verið fjarri raunveruleikanum. Geir sagði það krefjast þolinmæði og þrautseigju að vinna á núverandi vanda og landsmenn þyrfi að búa sig undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt. Í verðbólgu væri fátt skynsamlegra en að borga niður skuldir. Geir sagði ekkert vera mikilvægra en að kveða niður verðbólgudrauginn. Ennfremur sagði Geir að efnahagsvandinn væri tvíþættur. Annars vegar hefðbundinn í kjölfar mikils uppvaxtar hér á landi og hinsvegar alþjóðlegur vegna húsnæðiskreppunnar í Bandaríkjunum. Til viðbótar hafi heimurinn þurft að horfa á hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Íslendingar hafa aldrei verið eins vel í stakk búin til að standast ágjöf í efnahagslífinu, að mati Geirs. Uppgangstíminn hafi verið notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, safna í digra sjóði og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og um leið verðmætasköpun hér á landi. Geir H. Haarde verður í viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43 Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“ Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir. 2. september 2008 14:46 Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Guðni: Lýsir fullri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi áðan lýsa fullri ábyrð á hendur Sjálfstæðisflokknum vegna stöðunnar í efnahagsmálum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með," sagði Guðni og bætti við að þá þorði flokkurinn á takast á við mál. 2. september 2008 14:43
Ingibjörg: „Lítið hald í hávaðanum“ Inbibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í sinni ræðu á Alþingi í dag að það væri „lítið hald í hávaðanum“ og átti þar við ræðu Steingríms J. Sigfússonar sem talaði á undan henni. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að í þeirra málatilbúnaði væri meira um upphrópanir og fátt um lausnir. 2. september 2008 14:46
Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram í ræðu Steingríms á Alþingi áðan í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál. 2. september 2008 14:19