Innlent

Steingrímur: Geir boðar kjaraskerðingu

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, boði kjaraskerðingu og svo virðist sem að launamenn eigi að taka efnahagsvandann alfarið á sig. Hann segir að launamenn fái enga kauphækkun á móti 14,5 prósent verðbólgu. Þetta kom fram áðan í ræðu Steingríms á Alþingi í umræðum um skýrslu forsætisráðherrra um efnahagsmál.

Steingrímur fagnaði því að Geir skuli viðurkenna að efnahagsvandi þjóðarinnar væri tvíþættur og væri að einhverju leyti heimatilbúinn. Vandinn veldur því að þjóðarbúskapurinn er afar brothættur, að mati Steingríms.

Steingrímur fagnaði því einnig að ríkisstjórnin hyggst taka 30 milljarða gjaldeyrislán sem hann segir að Vinstri grænir hafi talað fyrir undan farin ár. Biðin hafi reynst dýr og ástandið í dag væri ekki jafn slæmt ef tekið hefði verið traustari tökum á efnahagmálum.

Steingrímur kallaði eftir nýjum lögum um Seðlabankann og uppstokkkun stjórnarráðsins. Hann vill að Þjóðhagsstofnun verið endurreist.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×