Íslenski boltinn

Leikjunum ekki frestað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson er uppalinn Fylkismaður.
Róbert Gunnarsson er uppalinn Fylkismaður.

Leik Fylkis og KR á morgun verður ekki frestað en hann fer fram á sama tíma og ólympíufararnir verða hylltir á Austurvelli.

Þetta staðfesti Örn Hafsteinsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Fylkis, í samtali við Vísi. Síðar um kvöldið, klukkan 20.00, fer fram leikur Fram og Fjölnis.

„Því miður, þá treystum við okkur ekki til að færa leikinn," sagði Örn. „Báðir þessir leikir áttu upphaflega að vera á fimmtudaginn en voru færðir fram um einn dag af ákveðnum ástæðum. Þær forsendur hafa ekkert breyst."

„Þetta er auðvitað hræðilega leiðinlegt, bæði fyrir stuðningsmenn, starfsmenn og leikmenn. Einn landsliðsmannanna, Róbert Gunnarsson, er uppalinn Fylkismaður í bæði fótbolta og handbolta og hann á marga félaga enn hér í Fylki. Þetta er því afar sárt fyrir félagið."

Róbert var markvörður hjá Fylki og á tvo leiki að baki með meistarflokki félagsins. Báða árið 1996 er hann var sextán ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×