Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni 26. júní 2008 13:00 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður. Anton Kristinn Þórarinsson fékk tveggja ára dóm og er hann sagður aðalmaðurinn á bakvið innflutninginn. Jón Halldór Arnarson er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðin með Antoni um innflutninginn og tók hann að sér að annast samskipti við þá sem fengnir voru til að smygla efninu og taka á móti því hér á landi. Hann fékk einnig tveggja ára dóm. Kókaíninu var smyglað til landsins frá Kaupmannahöfn í tveimur ferðum sem farnar voru í byrjun október. Efnið var í bæði skiptin keypt í Hollandi. Ingþór Halldórsson og Ómar Vagn Snævarsson tóku að sér að fara til Hollands og ná í hluta efnanna og smygla þeim frá Kaupmannahöfn og Guðmundur Smárason gerði slíkt hið sama. Guðmundur var dæmdur í 12 mánaða fangelsi, Ingþór í sex mánuði og Ómar Vagn í 9 mánaða fangelsi. Sjötti maðurinn var ákærður fyrir að hafa milligöngu í málinu en hann var sýknaður í héraðsdómi. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. Þrír hinna ákærðu, þeir Guðmundur, Ómar Vagn og Ingþór játuðu sök í málinu. Jón Halldór játaði einnig sök að öðru leyti en því að hann kvaðst ekki hafa komið að skipulagningu og fjármögnun innflutningsins. Anton neitaði hins vegar alfarið sök í málinu og engin hinna bar hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa“ að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira