Viðskipti innlent

Bakkabræður á ferð í Kauphöllinni

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA

Félög tengd Bakkabræðrum bæði hækkuðu og lækkuðu mest í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa lækkaði hins vegar fljótlega.

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hækkaði um 1,15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands í dag á sama tíma og Bakkavör lækkaði mest. Þegar tíu mínútur voru liðnar af viðskiptadeginum lækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 0,13 prósent.

Gengi bréfa í Landsbankanum hefur því hækkað mest í dag, eða um 0,98 prósent. Næst á eftir fylgir Exista.

Bakkavör lækkaði um tvö prósent í upphafi dags og er það mesta lækkun dagsins. Á eftir fylgir færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, en gengi bréfa í félaginu hefur lækkað um 0,32 prósent.

Exista er stærsti hluthafi Bakkavarar og Kaupþings. Stærstu hluthafar Existu er hins vegar eignarhaldsfélagið Bakkabraedur Holding, félag þeirra Ágústar og Lýðs Guðmundssonar, stofnenda Bakkavarar.

Úrvalsvísitalan stendur svo til óbreytt frá í gær. Hún hefur hækkað um 0,05 prósent og stendur í 4.803 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×