Innlent

Viðtalið eftirminnilega við Jónas Inga

Jónas Ingi Ragnarsson, sem grunaður er um stórfellda amfetamínframleiðslu í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði, vakti þjóðarathygli þegar líkfundarmálið svokallaða bar sem hæst árið 2004. Þar var Jónas dæmdur ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa komið líkinu af Vaidasi Juciviciusi fyrir í höfninni í Neskaupstað í febrúar í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu.

Jónas og félagar voru þeir voru dæmdir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum.

Jónas Ingi mætti í viðtal í þættinum Ísland í dag á þeim tíma þar sem hann setti fram sína hlið og þvertók fyrir að hann hefði vitað nokkuð um málið. Viðtalið vakti gríðarlega athygli og í ljósi nýjustu frétta af Jónasi hefur Vísir ákveðið að birta það að nýju.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×