Lífið

Anita Briem komin til Íslands

Anita Briem.
Anita Briem.

Leikkonan Aníta Briem hefur vakið töluverða athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Journey to the Center of the Earth 3D, þar sem hún leikur íslenskan leiðsögumann sem flækist með í ferð inn í iður jarðar.

Aníta lenti í morgun eftir langt ferðalag frá Los Angeles á Keflavíkurflugvell til að vera viðstödd forsýningu myndarinnar sem sýnd er annaðkvöld í Laugarásbíó.

Myndin er sýnd í 3D og er það fyrsta leikna kvikmyndin sem tekin hefur verið upp í þrívídd alveg frá upphafi.

Kvikmyndin var að hluta til tekin upp hér á Íslandi. Auk Brendan Fraser og Josh Hutcherson leikur Aníta aðalhlutverkið.

Myndin er lauslega byggð á heimsþekktri vísindaskáldsögu Jules Verne, Voyage au centre de la Terre, en þar kemur Snæfellsjökull mikið við sögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.