Körfubolti

Skallagrímur skoðar króatískan bakvörð

Igor Beljanski spilaði síðast með Grindavík, en hann kemur til landsins í dag til að taka við þjálfun Skallagríms
Igor Beljanski spilaði síðast með Grindavík, en hann kemur til landsins í dag til að taka við þjálfun Skallagríms Mynd/AntonBrink

Úrvalsdeildarfélagið Skallagrímur keppist nú við að styrkja körfuboltalið sitt í átökunum í Iceland Express deildinni, enda situr það á botni deildarinnar án sigurs.

Fram hefur komið að félagið hafi náð samkomulagi við miðherjann Igor Beljanski að gerast spilandi þjálfari, en hann kemur til landsins nú síðdegis og verður væntanlega klár í slaginn á föstudagskvöld þegar Skallarnir sækja Tindastól heim í deildinni.

Þá mun Skallagrímur vera að skoða að fá til sín króatískan bakvörð fyrir tilstilli hins nýja þjálfara, en ekkert er þó enn í hendi með það og eru fleiri leikmenn í sigtinu hjá Borgnesingum að sögn Pálma Blængssonar gjaldkera körfuknattleiksdeildarinnar.

Er það von Skallagrímsmanna að liðið geti teflt fram tveimur nýjum leikmönnum í útileiknum erfiða gegn Stólunum á föstudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×