Þorgerður: Óþolandi að menn gjaldi þess hverra manna þeir eru 11. janúar 2008 12:14 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. Matsnefnd um hæfi umsækjenda, undir formennsku Péturs Hafstein, átelur Árna M. Mathiesen harðlega fyrir að skipa Þorstein Davíðsson dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og segir ráðherrann hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og farið langt út fyrir þau valdsmörk sín. Árni M. Mathiesen sat ekki ríkisstjórnarfund í morgun sem var undir forsæti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Aðspurð hvort þetta væri ekki óþægilegt mál fyrir Árna M. Mathiesen sagði Þorgerður Katrín að Árni væri að taka sína ákvörðun og þetta væri ekkert óþægilegt. „Það geta alltaf komið upp ákveðnar deilur um embættisráðningar, það kann vel að vera en engu að síður er þetta mat Árna og þetta er fullkomlega réttmætt mat Árna. Það er rétt að undirstrika það að það er ekki hlutverk nefndarinnar að skipa mönnum í flokka eftir hæfni og að mínu mati hefðu menn átt segja hæfur eða ekki hæfur," segir Þorgerður Katrín. Síðan sé það mat og ábyrgð hvers ráðherra að taka ákvörðun. Það geri fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra og aðrir ráðherrar. „Ég hef líka staðið í svona embættisveitingum og það er alltaf á endum ráðherra sem ber ábyrgðina," segir Þorgerður Katrín. Aðspurð hvort hún styddi valið játti Þorgerður Katrín því. „Ég styð mína ráðherra og í því sem þeir eru að gera og þetta er hans mat. Mér finnst algjörlega óþolandi að sjá það að menn árið 2007 eða 2008 þurfi að líða fyrir það hverra manna þeir eru," segir Þorgerður Katrín. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, baðst hins vegar undan því að segja álit sitt og bar því við að hún hefði ekki enn lesið rökstuðning fjármálaráðherra. Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þorstein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru. Matsnefnd um hæfi umsækjenda, undir formennsku Péturs Hafstein, átelur Árna M. Mathiesen harðlega fyrir að skipa Þorstein Davíðsson dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og segir ráðherrann hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og farið langt út fyrir þau valdsmörk sín. Árni M. Mathiesen sat ekki ríkisstjórnarfund í morgun sem var undir forsæti Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Aðspurð hvort þetta væri ekki óþægilegt mál fyrir Árna M. Mathiesen sagði Þorgerður Katrín að Árni væri að taka sína ákvörðun og þetta væri ekkert óþægilegt. „Það geta alltaf komið upp ákveðnar deilur um embættisráðningar, það kann vel að vera en engu að síður er þetta mat Árna og þetta er fullkomlega réttmætt mat Árna. Það er rétt að undirstrika það að það er ekki hlutverk nefndarinnar að skipa mönnum í flokka eftir hæfni og að mínu mati hefðu menn átt segja hæfur eða ekki hæfur," segir Þorgerður Katrín. Síðan sé það mat og ábyrgð hvers ráðherra að taka ákvörðun. Það geri fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra og aðrir ráðherrar. „Ég hef líka staðið í svona embættisveitingum og það er alltaf á endum ráðherra sem ber ábyrgðina," segir Þorgerður Katrín. Aðspurð hvort hún styddi valið játti Þorgerður Katrín því. „Ég styð mína ráðherra og í því sem þeir eru að gera og þetta er hans mat. Mér finnst algjörlega óþolandi að sjá það að menn árið 2007 eða 2008 þurfi að líða fyrir það hverra manna þeir eru," segir Þorgerður Katrín. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, baðst hins vegar undan því að segja álit sitt og bar því við að hún hefði ekki enn lesið rökstuðning fjármálaráðherra.
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira