Á vefsíðu International Herald Tribune heldur Brad Spurgeon blaðamaður því fram á bloggi sínu að keppnislið Williams í Formúlunni hafi selt þriðjungshlut í liðinu til Baugs.
Baugur hefur styrkt Williams í nokkur ár. Spurgeon segist hafa góðar heimildir fyrir þessu úr innstu röðum liðsins. Orðrómur þess efnis hefur farið um netið á síðustu dögum og þetta er ekki í fysta sinn sem þessu hefur verið haldið fram.
Williams hefur ekki fagnað sigri í Formúlunni síðan að Jaques Villeneuve varð heimsmeistari er hann ók fyrir liðið árið 1997.